Reyna að stela upp í fíkniefnaskuldir 28. nóvember 2008 05:30 Innbrotsþjófar eru einkum á höttunum eftir flatskjáum, i-podum, tölvum, myndavélum og fleiru sem auðvelt er að koma í verð. Miklar annir hafa verið hjá auðgunarbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu við að rannsaka og upplýsa tíð innbrot og þjófnaði, að sögn Ómars Smára Ármannssonar yfirlögregluþjóns. Hann segir aukningu hafa orðið í innbrotum síðastliðna þrjá mánuði, einkum innbrotum í bíla, en tíðnin sveiflist upp og niður milli missera. Sem dæmi um mál sem verið hafa í gangi má nefna að nýverið var tilkynnt um að menn væru að brjótast inn í gáma við verslun á Kletthálsi. Þar reyndust tveir menn vera á ferð. Þeir reyndu að fela sig fyrir lögreglu en voru handteknir skömmu síðar. þeir voru með verkfæri sem þeir höfðu stolið á byggingarsvæði í Álfheimum til að nota í atlögunni við gámana. Við yfirheyrslu daginn eftir viðurkenndu mennirnir að hafa ætlað að brjótast inn í gámana til að stela vélhjólum sem þeir vissu af í geymslu þar. Ástæðan fyrir innbrotinu hafi verið sú að annar var stórskuldugur vegna fíkniefnakaupa og væri að leita að verðmætum upp í skuldina. Við húsleitir hjá mönnunum fannst meðal annars kortalesari, sem stolið hafði verið úr verslun í Kópavogi. Þá upplýstist innbrot og þjófnaður í skiptimyntakassa á bílaþvottastöðinni Löðri í Kópavogi og auk þess viðurkenndu þeir tvö önnur innbrot í fyrirtækið á Kletthálsi síðustu tvo mánuðina áður. Þá var stolið tveimur vélhjólum. Bæði hjólin höfðu gengið upp í greiðslu fíkniefnaskulda. Þá tóku lögreglumenn úr auðgunarbrotadeild hús á þekktum brotamanni í síðustu viku. Þar fannst talsvert þýfi. Daginn eftir fór lögregla aftur á vettvang ásamt starfsmanni tollgæslu og tollhundi. Þeir tóku meðal annars stolinn tölvubúnað, sjónvarpstæki og lítilræði af fíkniefnum. Þá fundu lögreglumenn nýlega tösku í bíl sem þeir höfðu stöðvað í Breiðholti. Í henni reyndust vera munir úr innbroti í hús í Foldahverfi daginn áður. Tveir menn voru í bílnum. Annar þeirra viðurkenndi að hafa brotist inn í umrætt hús og annað til í Grafarvogi og stolið þar verðmætum. Við húsleit hjá ökumanninum fannst svo meira af ætluðu þýfi og fíkniefnum. Báðir sögðu þeir tilgang innbrotanna hafa verið að fjármagna fíkniefnaneyslu sína. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Miklar annir hafa verið hjá auðgunarbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu við að rannsaka og upplýsa tíð innbrot og þjófnaði, að sögn Ómars Smára Ármannssonar yfirlögregluþjóns. Hann segir aukningu hafa orðið í innbrotum síðastliðna þrjá mánuði, einkum innbrotum í bíla, en tíðnin sveiflist upp og niður milli missera. Sem dæmi um mál sem verið hafa í gangi má nefna að nýverið var tilkynnt um að menn væru að brjótast inn í gáma við verslun á Kletthálsi. Þar reyndust tveir menn vera á ferð. Þeir reyndu að fela sig fyrir lögreglu en voru handteknir skömmu síðar. þeir voru með verkfæri sem þeir höfðu stolið á byggingarsvæði í Álfheimum til að nota í atlögunni við gámana. Við yfirheyrslu daginn eftir viðurkenndu mennirnir að hafa ætlað að brjótast inn í gámana til að stela vélhjólum sem þeir vissu af í geymslu þar. Ástæðan fyrir innbrotinu hafi verið sú að annar var stórskuldugur vegna fíkniefnakaupa og væri að leita að verðmætum upp í skuldina. Við húsleitir hjá mönnunum fannst meðal annars kortalesari, sem stolið hafði verið úr verslun í Kópavogi. Þá upplýstist innbrot og þjófnaður í skiptimyntakassa á bílaþvottastöðinni Löðri í Kópavogi og auk þess viðurkenndu þeir tvö önnur innbrot í fyrirtækið á Kletthálsi síðustu tvo mánuðina áður. Þá var stolið tveimur vélhjólum. Bæði hjólin höfðu gengið upp í greiðslu fíkniefnaskulda. Þá tóku lögreglumenn úr auðgunarbrotadeild hús á þekktum brotamanni í síðustu viku. Þar fannst talsvert þýfi. Daginn eftir fór lögregla aftur á vettvang ásamt starfsmanni tollgæslu og tollhundi. Þeir tóku meðal annars stolinn tölvubúnað, sjónvarpstæki og lítilræði af fíkniefnum. Þá fundu lögreglumenn nýlega tösku í bíl sem þeir höfðu stöðvað í Breiðholti. Í henni reyndust vera munir úr innbroti í hús í Foldahverfi daginn áður. Tveir menn voru í bílnum. Annar þeirra viðurkenndi að hafa brotist inn í umrætt hús og annað til í Grafarvogi og stolið þar verðmætum. Við húsleit hjá ökumanninum fannst svo meira af ætluðu þýfi og fíkniefnum. Báðir sögðu þeir tilgang innbrotanna hafa verið að fjármagna fíkniefnaneyslu sína.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira