Reyna að stela upp í fíkniefnaskuldir 28. nóvember 2008 05:30 Innbrotsþjófar eru einkum á höttunum eftir flatskjáum, i-podum, tölvum, myndavélum og fleiru sem auðvelt er að koma í verð. Miklar annir hafa verið hjá auðgunarbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu við að rannsaka og upplýsa tíð innbrot og þjófnaði, að sögn Ómars Smára Ármannssonar yfirlögregluþjóns. Hann segir aukningu hafa orðið í innbrotum síðastliðna þrjá mánuði, einkum innbrotum í bíla, en tíðnin sveiflist upp og niður milli missera. Sem dæmi um mál sem verið hafa í gangi má nefna að nýverið var tilkynnt um að menn væru að brjótast inn í gáma við verslun á Kletthálsi. Þar reyndust tveir menn vera á ferð. Þeir reyndu að fela sig fyrir lögreglu en voru handteknir skömmu síðar. þeir voru með verkfæri sem þeir höfðu stolið á byggingarsvæði í Álfheimum til að nota í atlögunni við gámana. Við yfirheyrslu daginn eftir viðurkenndu mennirnir að hafa ætlað að brjótast inn í gámana til að stela vélhjólum sem þeir vissu af í geymslu þar. Ástæðan fyrir innbrotinu hafi verið sú að annar var stórskuldugur vegna fíkniefnakaupa og væri að leita að verðmætum upp í skuldina. Við húsleitir hjá mönnunum fannst meðal annars kortalesari, sem stolið hafði verið úr verslun í Kópavogi. Þá upplýstist innbrot og þjófnaður í skiptimyntakassa á bílaþvottastöðinni Löðri í Kópavogi og auk þess viðurkenndu þeir tvö önnur innbrot í fyrirtækið á Kletthálsi síðustu tvo mánuðina áður. Þá var stolið tveimur vélhjólum. Bæði hjólin höfðu gengið upp í greiðslu fíkniefnaskulda. Þá tóku lögreglumenn úr auðgunarbrotadeild hús á þekktum brotamanni í síðustu viku. Þar fannst talsvert þýfi. Daginn eftir fór lögregla aftur á vettvang ásamt starfsmanni tollgæslu og tollhundi. Þeir tóku meðal annars stolinn tölvubúnað, sjónvarpstæki og lítilræði af fíkniefnum. Þá fundu lögreglumenn nýlega tösku í bíl sem þeir höfðu stöðvað í Breiðholti. Í henni reyndust vera munir úr innbroti í hús í Foldahverfi daginn áður. Tveir menn voru í bílnum. Annar þeirra viðurkenndi að hafa brotist inn í umrætt hús og annað til í Grafarvogi og stolið þar verðmætum. Við húsleit hjá ökumanninum fannst svo meira af ætluðu þýfi og fíkniefnum. Báðir sögðu þeir tilgang innbrotanna hafa verið að fjármagna fíkniefnaneyslu sína. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Miklar annir hafa verið hjá auðgunarbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu við að rannsaka og upplýsa tíð innbrot og þjófnaði, að sögn Ómars Smára Ármannssonar yfirlögregluþjóns. Hann segir aukningu hafa orðið í innbrotum síðastliðna þrjá mánuði, einkum innbrotum í bíla, en tíðnin sveiflist upp og niður milli missera. Sem dæmi um mál sem verið hafa í gangi má nefna að nýverið var tilkynnt um að menn væru að brjótast inn í gáma við verslun á Kletthálsi. Þar reyndust tveir menn vera á ferð. Þeir reyndu að fela sig fyrir lögreglu en voru handteknir skömmu síðar. þeir voru með verkfæri sem þeir höfðu stolið á byggingarsvæði í Álfheimum til að nota í atlögunni við gámana. Við yfirheyrslu daginn eftir viðurkenndu mennirnir að hafa ætlað að brjótast inn í gámana til að stela vélhjólum sem þeir vissu af í geymslu þar. Ástæðan fyrir innbrotinu hafi verið sú að annar var stórskuldugur vegna fíkniefnakaupa og væri að leita að verðmætum upp í skuldina. Við húsleitir hjá mönnunum fannst meðal annars kortalesari, sem stolið hafði verið úr verslun í Kópavogi. Þá upplýstist innbrot og þjófnaður í skiptimyntakassa á bílaþvottastöðinni Löðri í Kópavogi og auk þess viðurkenndu þeir tvö önnur innbrot í fyrirtækið á Kletthálsi síðustu tvo mánuðina áður. Þá var stolið tveimur vélhjólum. Bæði hjólin höfðu gengið upp í greiðslu fíkniefnaskulda. Þá tóku lögreglumenn úr auðgunarbrotadeild hús á þekktum brotamanni í síðustu viku. Þar fannst talsvert þýfi. Daginn eftir fór lögregla aftur á vettvang ásamt starfsmanni tollgæslu og tollhundi. Þeir tóku meðal annars stolinn tölvubúnað, sjónvarpstæki og lítilræði af fíkniefnum. Þá fundu lögreglumenn nýlega tösku í bíl sem þeir höfðu stöðvað í Breiðholti. Í henni reyndust vera munir úr innbroti í hús í Foldahverfi daginn áður. Tveir menn voru í bílnum. Annar þeirra viðurkenndi að hafa brotist inn í umrætt hús og annað til í Grafarvogi og stolið þar verðmætum. Við húsleit hjá ökumanninum fannst svo meira af ætluðu þýfi og fíkniefnum. Báðir sögðu þeir tilgang innbrotanna hafa verið að fjármagna fíkniefnaneyslu sína.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira