Lífið

Kvikmynd um Sálina hans Jóns míns

Sálin hans Jóns míns.
Sálin hans Jóns míns.

Heimildamyndin „Hér er draumurinn" eftir Jón Egil Bergþórsson verður frumsýnd í Háskólabíói föstudaginn 31. október og verður sýnd þar alla helgina.

 

Myndin, sem er í fullri bíómyndalengd, fjallar um Sálina hans Jóns míns sem fagnar 20 ára starfsafmæli í ár.

 

Í myndinni er farið yfir feril sveitarinnar með nýjum viðtölum við hljómsveitarmeðlimi og einnig þá sem fylgt hafa sveitinni í gegnum tíðina.

 

„Já það var frábært. Alveg æðislega gaman," svarar Jón Egill kvikmyndagerðarmaður aðspurður hvernig var að vinna með hljómsveitinni.

Umslag nýju plötunnar.

„Gríðarlega fjölbreytt myndefni frá ferli sveitarinnar var notað við vinnslu myndarinnar enda er mikið myndefni til ásamt gömlum viðtölum sem kom að góðum notum."

 

Samkvæmt fréttatilkynningu koma út út þrjár útgáfur í tilefni af 20 ára afmæli vinsælustu hljómsveitar landsins 10. nóvember næstkomandi.

 

Þrefaldur CD með 45 vinsælustu lögunum, tvöfaldur DVD-diskur með 90 mínútna heimildarmyndinni og öllum myndböndum sveitarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.