Innlent

Stúdentar landsins sameinast

Námsmennirnir ætla að hittast á Austurvelli og framkvæma gjörning.
Námsmennirnir ætla að hittast á Austurvelli og framkvæma gjörning.

Stúdentar landsins hafa sameinast og ætla að efna til gjörnings á hátíðisdegi stúdenda þann 1. desember næstkomandi. Í tilkynningu frá Stúdentaráði segir að um sögulega samvinnu sé að ræða en forsvarsmenn allra stúdenta- og námsmannahreyfinga landsins hafa nýlega sent sameiginlegt plagg til menntamálaráðherra, menntamálanefndar Alþingis og ríkisstjórnarinnar.

„Plaggið inniheldur 8 óskir til ráðamanna frá stúdentum og námsmönnum sem lúta að menntamálum, Lánasjóði íslenskra námsmanna, uppbyggingu stúdentaíbúða, atvinnulífi og betra þjóðfélagi." segir í tilkynningunni.

Þá segir að verkefnið verði kynnt nánar í formi gjönings 1. desembert næstkomandi á Austurvelli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×