Enski boltinn

United minnkaði forskot Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn United fagna einu marka sinna í dag.
Leikmenn United fagna einu marka sinna í dag. Nordic Photos / Getty Images

Manchester United vann stórsigur á Newcastle á útivelli í dag, 5-1, og minnkaði þar með forskot Arsenal á toppi deildarinnar í þrjú stig.

Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo skoruðu tvö mörk hver og varamaðurinn Luis Saha skoraði fimmta og síðasta mark liðsins.

Abdoulaye Faye skoraði mark Newcastle og minnkaði þar með muninn í 3-1.

Ronaldo lagði upp fyrsta markið fyrir Rooney og Michael Carrick gaf svo stungusendingu á Ronaldo sem skoraði annað mark leiksins í kjölfarið.

Ronaldo náði að leika á Steve Harper, markvörð Newcastle, er hann skoraði þriðja mark United en Faye náði að minnka muninn með skoti af stuttu færi.

Rooney skoraði svo fjórða mark leiksins með glæsilegu skoti og lagði svo upp markið fyrir Saha sem skoraði með skoti úr vítateignum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×