Erlent

Serbar mótmæla í Kosovo

Um tvö þúsund serbneskir íbúar í bænum Mitovica í Kósóvó mótmæltu í dag sjálfstæðisyfirlýsingu landsins.

Mótmælendurnir veifuðu fána Serbíu og Rússlands og sögðu að Kósóvó yrði alltaf hluti af Serbíu.

Um helmingur íbúa Mitovica eru Serbar en hinn Kósóvó Albanir. Áin Ibar, sem liggur í gegnum miðjan bæinn, skilur þjóðarbrotin í sundur en fjölmennt friðargæslulið kom í veg fyrir að mótmælendurnir gætu farið yfir í hinn hluta bæjarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×