Innlent

Skilorðsbundinn dómur fyrir kröftugt kjaftshögg

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í fjögurra mána fangelsi fyrir kröftugt kjaftshögg.

Samkvæmt ákæru sló maðurinn annan mann í andlitið með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund, nefbrotnaði, hlaut glóðarauga á hægra auga, skurð á milli augabrúna og eymsli á vinstri síðu og vinstra hné.

Maðurinn játaði á sig árásina fyrir dómi. Fórnarlambið fór fram á um 1,2 milljónir króna í skaðabætur vegna árásarinnar en dómurinn dæmdi honum 420 þúsund krónur í bætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×