Íslenski boltinn

Hver skoraði besta markið í fjórðu umferðinni?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þetta mark Tomasz Stolpa er tilnefnt sem besta mark fjórðu umferðarinnar.
Þetta mark Tomasz Stolpa er tilnefnt sem besta mark fjórðu umferðarinnar.

Kosning er nú hafin á visir.is/bestumorkin þar sem hægt er að velja á milli fimm marka um hvert þeirra hafi verið besta mark fjórðu umferð Landsbankadeildar karla.

Alls voru 22 mörk skoruð í leikjunum sex í fjórðu umferðinni en níu þeirra komu í leik Breiðabliks og Grindavíkur sem var lokaleikur umferðinnar og fór fram í gærkvöldi.

Tvö mörk úr þeim leik eru tilnefnd sem besta mark umferðarinnar en Tomasz Stolpa skoraði bæði mörkin. Þá eru bæði mörk FH úr 2-0 sigurleik liðsins gegn KR tilnefnd sem og lokamark leiks Keflavíkur og ÍA.

Í síðustu umferð þótti Grétar Sigfinnur Sigurðarson, leikmaður KR, skora besta markið. Sjá má öll mörkin sem hafa verið tilnefnd til þessa á visir.is/bestumorkin.

Niðurstaða kosningarinnar verður svo kynnt í Landsbankamörkunum á Stöð 2 Sporti á mánudagskvöldið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×