Þorgerður útilokar ekki að RÚV fari af auglýsingamarkaði Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. október 2008 16:52 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. „Ég má ekki til þess hugsa ef það yrði bara einn miðill sem yrði ríkismiðill," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að skipa þriggja manna starfshóp til að fjalla um þá stöðu sem íslenskir fjölmiðlar eru komnir í. Allir eru þeir mjög skuldsettir og hafa Árvakur, 365 og Skjárinn öll sagt upp starfsfólki í dag og í gær. Þorgerður bendir á að hún hafi ákveðið að leggja fram fjölmiðlafrumvarp á grunni Evróputilskipanna sem fyrst og fremst byggði á réttindi neytenda. Hún hefði svo ákveðið síðar í vetur að skoða þyrfti stöðu RÚV á auglýsingamarkaði og að hún bíði eftir niðurstöðu Samkeppnisstofnunar vegna þess máls. Þorgerður segir að sér hugnist það ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Hins vegar vilji hún, í ljósi þeirra breytinga sem séu að verða á efnahagsástandinu, ekki útiloka neina möguleika. Aðalmálið sé að menn hafi frjálsar hendur í nýskipuðum starfshópi og komi með tillögur til að stuðla að samkeppni á fjölmiðlamarkaði, þannig að fjölbreytni geti þrifist á fjölmiðlamarkaði. Þorgerður tekur fram að hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði hafi ekki aukist og sé um 1/3. Vandræði Skjás eins séu hins vegar komin til vegna samdráttar á auglýsingamarkaði og að kostnaður vegna kaupa á sjónvarpsefni hafi aukist vegna gengisbreytinga. Hjá 365 hafi áskriftir gengið vel en annað komi til kastanna svo sem tilraunir með NFS, tilraunir með rekstur Nyhedsavisen og tilraunir með rekstur Wyndeham prentsmiðjunnar í Bretlandi. Þorgerður segir mikilvægt að gera það sem hægt sé til þess að halda einkareknum fjölmiðlum gangandi og það eigi jafnframt við um prentmiðlana þar sem orðið hafi vart við aukna einsleitni á eignarhaldi. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
„Ég má ekki til þess hugsa ef það yrði bara einn miðill sem yrði ríkismiðill," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að skipa þriggja manna starfshóp til að fjalla um þá stöðu sem íslenskir fjölmiðlar eru komnir í. Allir eru þeir mjög skuldsettir og hafa Árvakur, 365 og Skjárinn öll sagt upp starfsfólki í dag og í gær. Þorgerður bendir á að hún hafi ákveðið að leggja fram fjölmiðlafrumvarp á grunni Evróputilskipanna sem fyrst og fremst byggði á réttindi neytenda. Hún hefði svo ákveðið síðar í vetur að skoða þyrfti stöðu RÚV á auglýsingamarkaði og að hún bíði eftir niðurstöðu Samkeppnisstofnunar vegna þess máls. Þorgerður segir að sér hugnist það ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Hins vegar vilji hún, í ljósi þeirra breytinga sem séu að verða á efnahagsástandinu, ekki útiloka neina möguleika. Aðalmálið sé að menn hafi frjálsar hendur í nýskipuðum starfshópi og komi með tillögur til að stuðla að samkeppni á fjölmiðlamarkaði, þannig að fjölbreytni geti þrifist á fjölmiðlamarkaði. Þorgerður tekur fram að hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði hafi ekki aukist og sé um 1/3. Vandræði Skjás eins séu hins vegar komin til vegna samdráttar á auglýsingamarkaði og að kostnaður vegna kaupa á sjónvarpsefni hafi aukist vegna gengisbreytinga. Hjá 365 hafi áskriftir gengið vel en annað komi til kastanna svo sem tilraunir með NFS, tilraunir með rekstur Nyhedsavisen og tilraunir með rekstur Wyndeham prentsmiðjunnar í Bretlandi. Þorgerður segir mikilvægt að gera það sem hægt sé til þess að halda einkareknum fjölmiðlum gangandi og það eigi jafnframt við um prentmiðlana þar sem orðið hafi vart við aukna einsleitni á eignarhaldi.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira