Innlent

Ris fækkar um 60 - kaldur vetur, segir framkvæmdastjóri

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Byggingarframkvæmdir. Myndin tengist ekki þessari frétt.
Byggingarframkvæmdir. Myndin tengist ekki þessari frétt. MYND/Fréttablaðið/Valgerður

„Það verður kalt," sagði Magnús Jónsson, framkvæmdastjóri byggingarverktakans Ris ehf., spurður um hvernig hann meti stöðuna í vetur.

Magnús neyddist til að afhenda 60 af 200 starfsmönnum sínum uppsagnarbréf um þessi mánaðamót. „Verkefnastaðan er bara þannig að það er að hægja á öllu," sagði Magnús, „þetta eru bara almennar varúðarráðstafanir, menn eru með upp í fjögurra mánaða uppsagnarfrest. En veturinn verður ansi kaldur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×