Erlent

Stýrivextir líklega hækkaðir í Pakistan að tillögu IMF

Stýrivextir í Pakistan verða líkast til hækkaðir um þrjú og hálft til fjögur prósentustig á næstunni samkvæmt tillögu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Pakistanar eru nú í viðræðum við sjóðinn um mögulegt lán til hjálpar efnahag landsins en hafa ekki óskað formlega eftir aðstoð. Heimildarmenn Reuters-fréttastofunnar segja fulltrúa sjóðsins leggja til að stýrivextir verði hækkaðir úr þrettán prósentum í sextán og hálft eða sautján prósent en það verði til að lækka verðbólgu sem er nú um tuttugu og fimm prósent.

Pakistanar hafi óskað eftir því að fresta hækkun fram í janúar. Á þeim tíma muni verðbólga hafa lækkað og þá verði hækkunin óþörf. Óvíst er talið að sjóðurinn samþykki það.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×