Íslenski boltinn

KR vann Fram í Vesturbæ

Elvar Geir Magnússon skrifar
FH-ingar fögnuðu þremur mörkum í Grindavík.
FH-ingar fögnuðu þremur mörkum í Grindavík.

KR-ingar unnu 2-0 sigur á heimavelli sínum gegn Fram í kvöld. Björgólfur Takefusa kom KR yfir á 24. mínútu. Hann skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu. Guðjón Baldvinsson bætti öðru marki við í upphafi seinni hálfleiks.

Þá vann FH 3-0 útisigur gegn Grindavík. Atli Viðar Björnsson skoraði fyrstu tvö mörk FH. Hann kom liðinu yfir eftir 20 mínútna leik með góðu skoti frá vítateigslínunni. Hann bætti síðan öðru marki við á 34. mínútu og Dennis Siim skoraði síðan það þriðja í upphafi seinni hálfleiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×