Innlent

Tveir fíkniefnasalar í borginni handteknir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær tvo fíkniefnasala í borginni. Þannig var karl á þrítugsaldri handtekinn í miðborginni í gærkvöld en í fórum hans fundust fíkniefni.

Þá fann lögregla peninga á honum sem talið er að séu ágóði af fíkniefnasölu. Í framhaldinu var farið í húsleit á heimili mannsins og þar fannst meira af fíkniefnum ásamt haglabyssu. Við yfirheyrslu hjá lögreglu viðurkenndi maðurinn sölu fíkniefna. Það gerði einnig annar karl á svipuðum aldri sem einnig var stöðvaður í miðborginni í gær. Sá var með marijúana í fórum sínum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×