Íslenski boltinn

Boltavaktin á undanúrslitum Lengjubikarsins

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA.
Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA.

Fylgst verður vel með gangi mála í undanúrslitaleikjum Lengjubikarsins á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Fylgst verður grannt með öllu því helsta sem gerist í leikjunum í dag.

Klukkan 14 verður hörkuleikur Vals og ÍA í Kórnum og svo klukkan 19 eigast við Fram og Breiðablik í Egilshöll.

Leikið verður til þrautar í þessum leikjum enda í húfi sæti í úrslitaleik Lengjubikarsins sem verður í næstu viku.

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins verður á öllum leikjum Landsbankadeildar karla í sumar. Í dag verður tilraunaútsending á Boltavaktinni og því ekki um endanlega útgáfu að ræða. Boltavaktin er þó lesendum Vísis að góðu kunn enda verið á vefnum um árabil.

Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að opna Boltavakt viðkomandi leiks:

Undanúrslit Lengjubikars karla, klukkan 14.00:

Valur - ÍA

Breiðablik - Fram

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×