Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni endaði í sjöunda sæti á heimsmeistaramóti unglinga í frjálsum íþróttum í Póllandi. Hún var aðeins átta stigum frá því að bæta Íslandsmet sitt.
Hún tryggði sér sjöunda sætið með góðri frammistöðu í 800 metra hlaupi. Þá hljóp hún á 2 mínútum og 17 sekúndum og vann sig upp í 7.sæti mótsins. Helga hlaut samtals 5.516 stig.