Enski boltinn

Ronaldo: United rétta félagið fyrir mig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United.
Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Cristiano Ronaldo segir að Manchester United sé rétta félagið fyrir sig en hann hefur enn og aftur verið orðaður við Real Madrid.

Real Madrid er sagt undirbúa tilboð sem myndi rústa núverandi heimsmeti fyrir leikmannakaup.

„Eins og er líður mér mjög vel og finnst að ég sé hjá réttu félagi," sagði hann í viðtali í gær. „Ég elska fólkið, elska fótboltann og mér finnst þetta vera besti fótboltinn í heimi þessa stundina."

„Það er uppselt á alla leiki og þetta er búið að vera frábær reynsla fyrir mig. Stuðningsmennirnir hafa verið frábærir og ekki bara í ár heldur öll árin."

Orðrómur er á kreiki um að Ronaldo sé að semja um nýjan samning við United sem myndi tryggja honum 150 þúsund pund í vikulaun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×