Eiður Smári: Stolt og barátta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. september 2008 14:04 Eiður Smári var glaður í bragði á blaðamannafundinum í gær. Eiður Smári Guðjohnsen segir að mikilvægast fyrir íslenska liðið sé að standa undir þeim hæfileikum sem býr í leikmönnum liðsins. Eiður verður án vafa í eldlínunni í kvöld er Ísland tekur á móti Skotlandi í undankeppni HM 2010 á Laugardalsvelli. Ísland gerði 2-2 jafntefli við Norðmenn í fyrstu umferð undankeppninnar þar sem Eiður Smári skoraði síðara jöfnunarmark Íslands beint úr aukaspyrnu. Fyrr um daginn töpuðu Skotar fyrir Makedóníu á útivelli, 1-0. „Þeir eru særðir en við megum ekki falla í þá gryfju að halda að við getum grætt á því. Þeir eru undir pressu og ætla sér ekki að falla tvisvar." „Ég held líka að Skotar séu með sterkara lið en Noregur. Það nægir á líta á síðustu undankeppni þar sem Skotar voru í erfiðum riðli, með Frökkum og Ítölum, og lengst af efstir í riðlinum." Veigar Páll Gunnarsson komst nálægt því að skora sigurmarkið í Noregi er hann skaut í stöng skömmu eftir að hann kom inn á sem varamaður. Eiður segir þó að það sé engin svekkelsistilfinning í hópnum vegna þess. „Við áttum kannski ekki skilið að vinna leikinn þó svo að það hefði verið sætt að sjá boltann hans Veigars inni. En það sem stendur mest upp úr eftir þennan leik er að við sýndum gríðarlegan karakter með því að jafna eftir að hafa lent tvisvar undir. Það gaf okkur sjálfstraust og sýndi okkur að við erum ekki lakari en Norðmenn." Hann segir að það sem þurfi að bæta frá síðasta leik sé alltaf hið sama. „Það er sjálfstraustið. Vera rólegri á boltanum, þora að spila honum og reyna að nýta okkur þau svæði sem við fáum. Það skapast alltaf möguleikar á því." „Margir af þessum strákum eru betri en þeir gera sér grein fyrir. Kannski ef ég segi það nógu oft fara þeir að trúa því," bætti hann við í léttum dúr. Ólafur Jóhannesson tók við íslenska landsliðinu síðasta haust en Eiður hefur nú leikið undir stjórn sex landsliðsþjálfara síðan hann lék sinn fyrsta leik í Eistlandi árið 1996. „Það hafa allir sinn karakter en það sem Óli hefur sérstaklega er að hann nær að skapa góða stemningu í liðinu. Það er mikil samheldni í hópnum. Við leyfum ekki neikvæðni að koma að og ég held að það sé mun léttara yfir okkur nú, bæði innan vallar sem utan, en í langan tíma." „Við uppskerum eins og við sáum. Við þurfum að fá fólkið með okkur og meiri jákvæðni í kringum liðið. Ég hef sagt það áður að bæði kvennalandsliðið og handboltalandsliðið hafa staðið sig frábærlega og eiga allan þann heiður skilinn sem þeim hefur verið sýndur og meira til." „En nú er kannski komið að okkur að stíga úr skugganum og njóta sólskinsins. Við þurfum að standa undir þeim hæfileikum sem búa í liðinu. Við þurfum að sýna að við erum stoltir að spila fyrir hönd okkar þjóðar og gefa okkur alla í leikinn." Nú er ljóst að það verður uppselt á leikinn í kvöld en Eiður segir það afar ánægjulegar fréttir. „Þetta fylgir því sem við höfum verið að vinna með. Það er komin þessa gamla stemning í hópinn aftur og vonandi að hún myndist aftur á pöllunum." „En þetta eru breyttir tímar. Fólk er matað af bestu knattspyrnu í heimi nánast dagsdaglega og það nánast ofdekrað af góðri knattspyrnu alla daga vikunnar. Ég held að það skýri að einhverju leyti að fólk kann að koma með of miklar væntingar á Laugardalsvöllinn." „Við þurfum kannski að fara aftur í tímann og ná í víkingaeðlið og þessa geðveiku stemningu sem var á pöllunum þegar ég var strákur. Við þurfum líka að smita þessu út frá okkur og erum staðráðnir í að gera það." Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir að mikilvægast fyrir íslenska liðið sé að standa undir þeim hæfileikum sem býr í leikmönnum liðsins. Eiður verður án vafa í eldlínunni í kvöld er Ísland tekur á móti Skotlandi í undankeppni HM 2010 á Laugardalsvelli. Ísland gerði 2-2 jafntefli við Norðmenn í fyrstu umferð undankeppninnar þar sem Eiður Smári skoraði síðara jöfnunarmark Íslands beint úr aukaspyrnu. Fyrr um daginn töpuðu Skotar fyrir Makedóníu á útivelli, 1-0. „Þeir eru særðir en við megum ekki falla í þá gryfju að halda að við getum grætt á því. Þeir eru undir pressu og ætla sér ekki að falla tvisvar." „Ég held líka að Skotar séu með sterkara lið en Noregur. Það nægir á líta á síðustu undankeppni þar sem Skotar voru í erfiðum riðli, með Frökkum og Ítölum, og lengst af efstir í riðlinum." Veigar Páll Gunnarsson komst nálægt því að skora sigurmarkið í Noregi er hann skaut í stöng skömmu eftir að hann kom inn á sem varamaður. Eiður segir þó að það sé engin svekkelsistilfinning í hópnum vegna þess. „Við áttum kannski ekki skilið að vinna leikinn þó svo að það hefði verið sætt að sjá boltann hans Veigars inni. En það sem stendur mest upp úr eftir þennan leik er að við sýndum gríðarlegan karakter með því að jafna eftir að hafa lent tvisvar undir. Það gaf okkur sjálfstraust og sýndi okkur að við erum ekki lakari en Norðmenn." Hann segir að það sem þurfi að bæta frá síðasta leik sé alltaf hið sama. „Það er sjálfstraustið. Vera rólegri á boltanum, þora að spila honum og reyna að nýta okkur þau svæði sem við fáum. Það skapast alltaf möguleikar á því." „Margir af þessum strákum eru betri en þeir gera sér grein fyrir. Kannski ef ég segi það nógu oft fara þeir að trúa því," bætti hann við í léttum dúr. Ólafur Jóhannesson tók við íslenska landsliðinu síðasta haust en Eiður hefur nú leikið undir stjórn sex landsliðsþjálfara síðan hann lék sinn fyrsta leik í Eistlandi árið 1996. „Það hafa allir sinn karakter en það sem Óli hefur sérstaklega er að hann nær að skapa góða stemningu í liðinu. Það er mikil samheldni í hópnum. Við leyfum ekki neikvæðni að koma að og ég held að það sé mun léttara yfir okkur nú, bæði innan vallar sem utan, en í langan tíma." „Við uppskerum eins og við sáum. Við þurfum að fá fólkið með okkur og meiri jákvæðni í kringum liðið. Ég hef sagt það áður að bæði kvennalandsliðið og handboltalandsliðið hafa staðið sig frábærlega og eiga allan þann heiður skilinn sem þeim hefur verið sýndur og meira til." „En nú er kannski komið að okkur að stíga úr skugganum og njóta sólskinsins. Við þurfum að standa undir þeim hæfileikum sem búa í liðinu. Við þurfum að sýna að við erum stoltir að spila fyrir hönd okkar þjóðar og gefa okkur alla í leikinn." Nú er ljóst að það verður uppselt á leikinn í kvöld en Eiður segir það afar ánægjulegar fréttir. „Þetta fylgir því sem við höfum verið að vinna með. Það er komin þessa gamla stemning í hópinn aftur og vonandi að hún myndist aftur á pöllunum." „En þetta eru breyttir tímar. Fólk er matað af bestu knattspyrnu í heimi nánast dagsdaglega og það nánast ofdekrað af góðri knattspyrnu alla daga vikunnar. Ég held að það skýri að einhverju leyti að fólk kann að koma með of miklar væntingar á Laugardalsvöllinn." „Við þurfum kannski að fara aftur í tímann og ná í víkingaeðlið og þessa geðveiku stemningu sem var á pöllunum þegar ég var strákur. Við þurfum líka að smita þessu út frá okkur og erum staðráðnir í að gera það."
Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Sjá meira