Fótbolti

Grétar Rafn vill betri umgjörð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Rafn Steinsson í leiknum í gær.
Grétar Rafn Steinsson í leiknum í gær. Mynd/Anton
Grétar Rafn Steinsson sagði eftir leikinn gegn Skotum í gær að umgjörðin í kringum landsliðið megi vera betri en hún er í dag.

„Ég er á því að umgjörðin í kringum landsliðið megi vera betri og fagmannlegri en hún er í dag," sagði hann í samtali við fótbolta.net.

Hann lýsti þó yfir ánægju sinni með stuðningsmenn landsliðsins og mátti lesa á orðum hans að gagnrýni hans beindist að KSÍ.

„[...] það er björt framtíð í íslenskum fótbolta ef fólk tekur við sér og KSÍ og aðrir setja smá „kick" í sig, þá er allt hægt," bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×