Hversu slæm er tölfræði KR-inga gegn FH? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2008 13:51 Mynd/Daniel Ef marka má þróun mála síðustu sumur þá mæta stuðningsmenn KR-inga ekki bjartsýnir í Kaplakrikann í kvöld. FH hefur unnið síðustu sex deildarleiki liðanna með markatölunni 15-1 og KR hefur ekki unnið deildarleik í Hafnarfirði síðan 20. ágúst 1994. KR hefur samtals fengið eitt stig út úr síðustu níu leikjum liðanna í Landsbankadeildinni og hefur liðið fengið fleiri rauð spjöld en mörk sem liðið hefur skorað á þessum 810 mínútum.Tölfræði KR í síðustu níu deildarleikjum liðsins við FH: 0 sigrar 1 jafntefli 8 tapleikir 2 mörk skoruð 3 rauð spjöld 24 mörk fengin á sigTölfræði KR í síðustu átta deildarleikjum liðsins við FH í Kaplakrika 0 sigrar 2 jafntefli 6 tapleikir 4 mörk skoruð 22 mörk fengin á sig Það eru alls sex leikmenn í liði FH sem hafa skorað jafnmikið eða meira en allt KR-liðið í síðustu níu leikjum liðanna í Landsbankadeild karla. Þetta eru þeir Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (5 mörk), Guðmundur Sævarsson (4), Atli Viðar Björnsson (2), Jónas Grani Garðarsson (2), Tommy Nielsen (2) og Tryggvi Guðmundsson (2). KR-ingar eru búnir að skora jafnmörg mörk í eigið mark og í mark FH í síðustu sex deildarleikjum liðanna. Bjarnólfur Lárusson skoraði bæði þessi mörk í Krikanum, fyrst sjálfsmark í 0-2 tapi KR 6. júlí 2006 og svo mark eftir aðeins tíu sekúndur í 1-5 tapi KR í fyrra. Bjarnólfur hefur hinsvegar leikið sinn síðasta leik fyrir KR og verður því fjarri góðu gamni í kvöld. Tryggvi Guðmundsson, núverandi leikmaður FH, var í síðasta sigurliði KR-inga í Kaplakrika. Tryggvi lagði þá upp seinna mark KR-liðsins fyrir Þormóð Egilsson í 2-1 sigri á FH. Tryggvi er ekki sá eini af leikmönnum leiksins í kvöld sem tók þátt í þessum leik því Kristján Finnbogason stóð í marki KR-liðsins í þessum leik. Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari FH, var hvíldur í þessum leik þar sem hann var á hættusvæði vegna gulra spjalda og spjald í þessum leik hefði þýtt að hann myndi missa af bikarúrslitaleiknum sem var átta dögum síðar. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson hefur ekki verið með FH til þessa í sumar vegna meiðsla og það er kannski eins gott fyrir KR-inga að hann verði ekki með því hann hefur átti eintóma stórleiki gegn Vesturbæingum á síðustu árum. Síðustu þrír leikir Ásgeirs Gunnars Ásgeirssonar gegn KR: 30. ágúst 2007 FH-KR 5-1 Ásgeir skoraði þrennnu, fékk 9 í einkunn hjá Fréttablaðinu og var valinn maður leiksins 14. júní 2007 KR-FH 0-2 Ásgeir skoraði fyrra mark FH, fékk 8 í einkunn hjá Fréttablaðinu og var valinn maður leiksins 6. júlí 2006 FH-KR 2-0 Ásgeir skoraði seinna mark FH, átti stóran þátt í því fyrra, fékk 9 í einkunn hjá Fréttablaðinu og var valinn maður leiksins KR-ingurinn Björgólfur Takefusa á enn eftir að skora á móti FH í KR-búningnum en hann hefur nú leikið í 244 mínútur á móti FH án þess að skora. Björgólfur skoraði 4 mörk í 4 leikjum á móti FH með Þrótti og Fylki. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Ef marka má þróun mála síðustu sumur þá mæta stuðningsmenn KR-inga ekki bjartsýnir í Kaplakrikann í kvöld. FH hefur unnið síðustu sex deildarleiki liðanna með markatölunni 15-1 og KR hefur ekki unnið deildarleik í Hafnarfirði síðan 20. ágúst 1994. KR hefur samtals fengið eitt stig út úr síðustu níu leikjum liðanna í Landsbankadeildinni og hefur liðið fengið fleiri rauð spjöld en mörk sem liðið hefur skorað á þessum 810 mínútum.Tölfræði KR í síðustu níu deildarleikjum liðsins við FH: 0 sigrar 1 jafntefli 8 tapleikir 2 mörk skoruð 3 rauð spjöld 24 mörk fengin á sigTölfræði KR í síðustu átta deildarleikjum liðsins við FH í Kaplakrika 0 sigrar 2 jafntefli 6 tapleikir 4 mörk skoruð 22 mörk fengin á sig Það eru alls sex leikmenn í liði FH sem hafa skorað jafnmikið eða meira en allt KR-liðið í síðustu níu leikjum liðanna í Landsbankadeild karla. Þetta eru þeir Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (5 mörk), Guðmundur Sævarsson (4), Atli Viðar Björnsson (2), Jónas Grani Garðarsson (2), Tommy Nielsen (2) og Tryggvi Guðmundsson (2). KR-ingar eru búnir að skora jafnmörg mörk í eigið mark og í mark FH í síðustu sex deildarleikjum liðanna. Bjarnólfur Lárusson skoraði bæði þessi mörk í Krikanum, fyrst sjálfsmark í 0-2 tapi KR 6. júlí 2006 og svo mark eftir aðeins tíu sekúndur í 1-5 tapi KR í fyrra. Bjarnólfur hefur hinsvegar leikið sinn síðasta leik fyrir KR og verður því fjarri góðu gamni í kvöld. Tryggvi Guðmundsson, núverandi leikmaður FH, var í síðasta sigurliði KR-inga í Kaplakrika. Tryggvi lagði þá upp seinna mark KR-liðsins fyrir Þormóð Egilsson í 2-1 sigri á FH. Tryggvi er ekki sá eini af leikmönnum leiksins í kvöld sem tók þátt í þessum leik því Kristján Finnbogason stóð í marki KR-liðsins í þessum leik. Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari FH, var hvíldur í þessum leik þar sem hann var á hættusvæði vegna gulra spjalda og spjald í þessum leik hefði þýtt að hann myndi missa af bikarúrslitaleiknum sem var átta dögum síðar. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson hefur ekki verið með FH til þessa í sumar vegna meiðsla og það er kannski eins gott fyrir KR-inga að hann verði ekki með því hann hefur átti eintóma stórleiki gegn Vesturbæingum á síðustu árum. Síðustu þrír leikir Ásgeirs Gunnars Ásgeirssonar gegn KR: 30. ágúst 2007 FH-KR 5-1 Ásgeir skoraði þrennnu, fékk 9 í einkunn hjá Fréttablaðinu og var valinn maður leiksins 14. júní 2007 KR-FH 0-2 Ásgeir skoraði fyrra mark FH, fékk 8 í einkunn hjá Fréttablaðinu og var valinn maður leiksins 6. júlí 2006 FH-KR 2-0 Ásgeir skoraði seinna mark FH, átti stóran þátt í því fyrra, fékk 9 í einkunn hjá Fréttablaðinu og var valinn maður leiksins KR-ingurinn Björgólfur Takefusa á enn eftir að skora á móti FH í KR-búningnum en hann hefur nú leikið í 244 mínútur á móti FH án þess að skora. Björgólfur skoraði 4 mörk í 4 leikjum á móti FH með Þrótti og Fylki.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira