Enski boltinn

Lehmann sendi frá sér kveðjuyfirlýsingu

NordcPhotos/GettyImages

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann hjá Arsenal hefur verið iðinn við að gefa út umdeildar yfirlýsingar í tíð sinni hjá félaginu. Hann lék sinn síðasta leik á Emirates um helgina og sendi stjóra sínum litla pillu af því tilefni í viðtali við Daily Star í dag.

Arsenal náði ekki að vinna titil á leiktíðinni þrátt fyrir bjarta byrjun og Lehmann, sem ekki hefur átt fast sæti í liði Arsene Wenger, hefur sínar skoðanir á því.

"Það er gaman að horfa á lið fullt af ungum og hæfileikaríkum leikmönnum spila, en það virðist ekki vera besta aðferðin því við erum ekki að vinna neina titla. Það er eitthvað að. Við reyndum að vinna með kjúklingum og fallegum fótbolta, en það virkar ekki," sagði Lehmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×