Íslenski boltinn

Kristján: Sýndum þolinmæði

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur.

Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, sagði í viðtali við Stöð 2 Sport að þolinmæði hafi verið lykillinn að sigri sinna manna í kvöld. Keflavík vann HK 2-1 á útivelli eftir að hafa lent undir.

„Við vissum út í hvað við vorum að fara. HK er nokkuð sterkt og þegar þeir komast yfir er erfitt að eiga við þá. Það var predikað fyrir leik og í hálfleik að við yrðum að vera þolinmóðir. Á sama hvaða tíma við myndum skora, það yrði alltaf jafn mikilvægt," sagði Kristján.

Gunnar Guðmundsson, þjálfari HK, var að vonum svekktur en hans lið er stigalaust á botni deildarinnar. „Við komumst yfir og þurftum að halda einbeitningu til að klára þetta. Við vorum í færum til að setja annað markið en leikurinn opnaðist við það að þeir jöfnuðu. Síðan var þetta bara spurning um hvoru megin sigurmarkið myndi detta," sagði Gunnar í viðtali á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×