Enski boltinn

Amauri spenntur fyrir ensku deildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Amauri fagnar marki í leik með Juventus.
Amauri fagnar marki í leik með Juventus. Nordic Photos / AFP

Framherjinn Amauri hjá Juventus segist vera spenntur fyrir þeim möguleika að spila einn daginn í ensku úrvalsdeildinni.

Juventus hefur átt góðu gengi að fagna í ítölsku úrvalsdeildinni í haust og er í öðru sæti deildarinnar með 36 stig eftir sautján leiki. Amauri hefur skorað ellefu mörk á leiktíðinni til þessa.

Amauri er fæddur í Brasilíu en fær fljótlega ítalskan ríkisborgararétt. Hann á því möguleika á að spila með ítalska landsliðinu en hann er ekki enn búinn að ákveða sig hvort hann muni halda tryggð við föðurland sitt.

„Ég er vanur því að vera aukamaður í liðum, þar sem ég er notaður þegar þörf er á því," sagði Amauri í samtali við ítalska fjölmiðla. „Þess vegna er ég opinn fyrir öllum möguleikum. Því mun ég ekki útiloka að spila í Englandi í framtíðinni en ég er mjög hrifinn af enska boltanum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×