Innlent

Fundi lokið í Ráðhúsinu

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi sjálfstæðismanna og Ólafur F. Magnússon borgarstjóri, sem hafa fundað í Ráðhúsi Reykjavíkur frá hádegi í dag, luku fyrir stuttu fundi sínum, að svo virðist án niðurstöðu.

Hanna Birna og aðrir helstu ráðamenn Ráðhúsins, neituðu að tala við fjölmiðla eftir fundinn.

Samkvæmt heimildum Vísis var freistað þess að ná samkomulagi um ágreiningsefni sem hafa komið upp í meirihlutasamstarfinu að undanförnu.

Óskar Bergsson úr Framsóknarflokkunum hefur verið bendlaður við meirihlutasamstarfið en sjálfur neitar Óskar öllum fregnum þess efnis að einhverjar viðræður hafi átt sér stað.

Heimildir Vísis herma að á meðal stærstu ágreiningsefna meirihlutans sé verktakasamningur sem gerður var við fyrirtæki Gunnars Smára Egilssonar, um að gera úttekt á upplýsingamálum hjá Reykjavíkurborg. Þá hafi jafnframt verið deilt um ákvarðanir varðandi starfsmannahald í Ráðhúsinu.

Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, sagði í fréttum Stöðvar 2 að litlar líkur séu á því að núverandi meirihluti standi út kjörtímabilið. Næstu klukkustundir muni hins vegar ráða mestu um framtíð hans.






















Tengdar fréttir

Sjálfstæðismenn vilja Óskar frekar en Ólaf

Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna íhugar hvort slíta skuli meirihlutasamstarfi við Ólaf F. Magnússon borgarstjóra, gangi ekki að taka Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, inn í núverandi meirihluta, líkt og sjálfstæðismenn hafa hug á.

Marsibil: Held að enginn vilji eða geti unnið með Ólafi

Marsibil Sæmundardóttir, sem er í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir það óhugsandi að Framsóknarflokkurinn muni vinna með Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra í mögulegu meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks, F-lista og Framsóknar.

Óskar fékk grænt ljós frá flokksforystunni

Óskar Bergsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins nýtur fulls stuðnings forystu Framsóknarflokksins til þess að ganga til meirihlutasamstarfs með Sjálfstæðisflokknum í borginni. Óskar kæmi þá inn í meirihlutasamstarfið í stað Ólafs F. Magnússonar. Ekki kemur til greina af hálfu flokksins að Óskar kæmi inn í þriggja flokka samstarf með Sjálfstæðisflokknum og Ólafi F.

Segir samstarf við Ólaf ekki mistök

Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir samstarf flokksins í borginni við Ólaf F. Magnússon ekki mistök. Honum er ekki kunnugt um þreifingar manna um myndun nýs meirihluta.

Dagur: Mikil örvænting hjá Sjálfstæðisflokknum

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir samstöðu minnihlutans í borgarstjórn hafa verið órofna alveg frá því að hundrað daga meirihlutinn varð til og hvergi borið þar skugga á. Hann treystir sér ekki til að spá fyrir um framhaldið í borgarmálunum en segir mikla örvæntingu hjá Sjálfstæðisflokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×