Dagur: Mikil örvænting hjá Sjálfstæðisflokknum 13. ágúst 2008 09:06 MYND/Pjetur Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir samstöðu minnihlutans í borgarstjórn hafa verið órofna alveg frá því að hundrað daga meirihlutinn varð til og hvergi borið þar skugga á. Hann treystir sér ekki til að spá fyrir um framhaldið í borgarmálunum en segir mikla örvæntingu hjá Sjálfstæðisflokknum.Fréttablaðið greinir frá því að sjálfstæðismenn hafi verið óformlegum viðræðum við Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf og að sjálfstæðismenn muni ræða saman um málið í dag. Dagur svaraði spurningum þáttarstjórnenda Bítisins á Bylgjunni í morgun og þar sagði hann Sjálfstæðisflokkinn vera að skrifa nýjan fréttafarsa. Enginn annar handritshöfundur væri að honum nema borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins. Benti Dagur á að minnihlutinn hefði í upphafi núverandi meirihlutasamstarfs sagt að það væri stjórnarkreppa í borginni og því hefði verið sífellt minni mótmælt eftir því sem liðið hefði á árið.Dómgreindarbrestur og skortur á kjarkiAðspurður hvað hann myndi gera í sporum oddvita sjálfstæðismanna sagði Dagur að hann ætti erfitt með að setja sig í þau. Hann teldi þó að Hanna Birna og borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna hafi gert mistök í janúar með því að fallast á samstarf við F-listann. Það hafi verið ákveðinn dómgreindarbrestur og skortur á kjarki til að setja hnefann í borðið.Dagur segir minnihlutannn hafa samþykkt að taka ekki þátt í slíkum klækjastjórnmálum. Minnihlutinn hafi ætlað að einbeita sér að aðhaldi við meirihlutan en það hafi verið rólegt verkefni því sundrungin hafi verið innan meirihlutans, bæði innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna og á milli sjálfstæðismanna og Ólafs.Vill ekki samstarf við SjálfstæðisflokkinnDagur minnti á að Morgunblaðið hefði í vetur lagt til að Samfylkingin gengi til liðs við Sjálfstæðisflokkinn við stjórn borgarinnar og þá hefðu Vinstri - græn einnig verið nefnd. Nú virtust leiðaraskríbentar Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið beina sjónum sínum að Framsóknarflokknum. Dagur sagðist enn fremur ekki treysta sér að spá fyrir um framhaldið en sagði mikla örvæntingu hjá Sjálfstæðisflokknum.Aðspurður um háværar raddir sem vilja að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin komi á styrkum meirihluta í borginni sagði Dagur að Samfylkingin stæði undir því að stjórna borginni en það sem hefði gerst við myndun núverandi meirihluta væri fordæmalaust og óafsakanlegt. Þegar gengið var á hann sagðist hann ekki vilja vinna með sjálfstæðismönnum og sagði Samfylkinguna ekki vera að fara á taugum þótt sjálfstæðismenn væru það.Hlusta má á viðtalið hér. Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir samstöðu minnihlutans í borgarstjórn hafa verið órofna alveg frá því að hundrað daga meirihlutinn varð til og hvergi borið þar skugga á. Hann treystir sér ekki til að spá fyrir um framhaldið í borgarmálunum en segir mikla örvæntingu hjá Sjálfstæðisflokknum.Fréttablaðið greinir frá því að sjálfstæðismenn hafi verið óformlegum viðræðum við Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf og að sjálfstæðismenn muni ræða saman um málið í dag. Dagur svaraði spurningum þáttarstjórnenda Bítisins á Bylgjunni í morgun og þar sagði hann Sjálfstæðisflokkinn vera að skrifa nýjan fréttafarsa. Enginn annar handritshöfundur væri að honum nema borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins. Benti Dagur á að minnihlutinn hefði í upphafi núverandi meirihlutasamstarfs sagt að það væri stjórnarkreppa í borginni og því hefði verið sífellt minni mótmælt eftir því sem liðið hefði á árið.Dómgreindarbrestur og skortur á kjarkiAðspurður hvað hann myndi gera í sporum oddvita sjálfstæðismanna sagði Dagur að hann ætti erfitt með að setja sig í þau. Hann teldi þó að Hanna Birna og borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna hafi gert mistök í janúar með því að fallast á samstarf við F-listann. Það hafi verið ákveðinn dómgreindarbrestur og skortur á kjarki til að setja hnefann í borðið.Dagur segir minnihlutannn hafa samþykkt að taka ekki þátt í slíkum klækjastjórnmálum. Minnihlutinn hafi ætlað að einbeita sér að aðhaldi við meirihlutan en það hafi verið rólegt verkefni því sundrungin hafi verið innan meirihlutans, bæði innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna og á milli sjálfstæðismanna og Ólafs.Vill ekki samstarf við SjálfstæðisflokkinnDagur minnti á að Morgunblaðið hefði í vetur lagt til að Samfylkingin gengi til liðs við Sjálfstæðisflokkinn við stjórn borgarinnar og þá hefðu Vinstri - græn einnig verið nefnd. Nú virtust leiðaraskríbentar Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið beina sjónum sínum að Framsóknarflokknum. Dagur sagðist enn fremur ekki treysta sér að spá fyrir um framhaldið en sagði mikla örvæntingu hjá Sjálfstæðisflokknum.Aðspurður um háværar raddir sem vilja að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin komi á styrkum meirihluta í borginni sagði Dagur að Samfylkingin stæði undir því að stjórna borginni en það sem hefði gerst við myndun núverandi meirihluta væri fordæmalaust og óafsakanlegt. Þegar gengið var á hann sagðist hann ekki vilja vinna með sjálfstæðismönnum og sagði Samfylkinguna ekki vera að fara á taugum þótt sjálfstæðismenn væru það.Hlusta má á viðtalið hér.
Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira