Enski boltinn

Cech meiddist aftur

NordcPhotos/GettyImages

Tékkneski markvörðurinn Petr Cech hjá Chelsea fékk högg á höfuðið á æfingu í gær og talið er að hann sé tæpur fyrir síðari leikinn gegn Fenerbahce á þriðjudaginn.

Cech var búinn að ná sér af ökklameiðslum sem héldu honum út úr fyrri leiknum í Tyrklandi og átti því að fá byrjunarliðssæti sitt aftur fyrir síðari leikinn.

Höfuðmeiðsli markvarðarins eru ekki sögð alvarleg, en hann verður þó að fara varlega í þeim efnum eftir að hafa höfuðkúpubrotnað í leik gegn Reading á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×