Enski boltinn

Crouch er raunsær

NordcPhotos/GettyImages

Framherjinn Peter Crouch svaraði kallinu um helgina þegar hann var settur í byrjunarlið Liverpool gegn Arsenal. Hann skoraði mark Liverpool í leiknum, en segist gera sér grein fyrir að framtíð hans sé óráðin hjá félaginu.

Crouch hefur aðeins sjö sinnum verið í byrjunarliði Liverpool í vetur og viðurkennir að hann þurfi ef til vill að skipta um lið ef hann ætli að eiga möguleika á að komast í enska landsliðið.

"Ég væri vel til í að vera áfram hjá Liverpool. Þetta er frábært félag, en ég verð að vera raunsær. Ef ég vil vinna mér sæti í enska landsliðinu og gera eitthvað úr ferlinum - verð ég að fá að spila leiki. Ég mun skoða þetta mál, en ekki fyrr en eftir tímabilið. Núna vil ég bara einbeita mér að því að vinna titil með Liverpool," sagði Crouch.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×