Enski boltinn

Þú kaupir ekki titla

AFP

Brasilíumaðurinn Deivid hjá tyrkneska liðinu Fenerbahce hefur sent Chelsea skýr skilaboð fyrir síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Deivid var maður leiksins í fyrri viðureigninni í Tyrklandi þar sem hann skoraði bæði sjálfsmark og svo sigurmark heimamanna í 2-1 sigri þeirra. Hann segir Fenerbahce ætla að gefa allt í síðari leikinn á Englandi.

"Nöfn og peningar vinna ekki titla í fótbolta," sagði Deivid í samtali við Sun. "Menn verða að fara út á völlinn og klára dæmið - 11 á móti 11. Peningar kaupa þér kannski leikmenn, en það þýðir ekki að þeir búi til góð lið. Við munum leika til síðasta manns í síðari leiknum og betra liðið það kvöldið kemst í undanúrslitin," sagði Deivid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×