Innlent

Mannlaus jeppi eyðilagðist við Ljótapoll

Eins og sést er bíllinn gjörónýtur.
Eins og sést er bíllinn gjörónýtur. MYND/Lögreglan á Hvolsvelli

Jeppi erlendra ferðamanna gjöreyðilagðist þegar hann rann fram af brúninni á Ljótapolli sem er nærri Landmannalaugum um hálfsjöleytið í gærkvöld.

Lögreglan á Hvolsvelli segir að svo virðist sem bíllinn hafi runnið af stað og fram af brúninni þar sem hann fór margar veltur. Enginn var í bílnum en erlendir ferðamenn voru fyrir utan hann ásamt öðrum í hópi og voru að virða fyrir sér Ljótapoll þegar atvikið varð. Segir lögregla að ekki væri gott til þess að hugsa ef einhver hefði verið í bifreiðinni þegar þetta gerðist.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×