Enski boltinn

Keegan kallaður inn á teppi

Kevin Keegan, stjóri Newcastle, hefur verið kallaður inn á teppi hjá eiganda félagsins eftir hörð ummæli sem hann lét falla eftir 2-0 tapið gegn Chelsea á mánudaginn.

Keegan sagði þá að Newcastle væri "milljón mílum" á eftir toppliðunum fjórum á Englandi og sagðist ekki hafa fengið neitt loforð um að fá fé til leikmannakaupa í sumar. Hann bætti því við að hann ætti litla sem enga von um að sjá Newcastle blanda sér í hóp þeirra bestu á næstu árum, heldur myndi liðið berjast um sigur í "annari deildinni" innan úrvalsdeildarinnar - þ.e. fimmta sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×