Enski boltinn

Gerrard viðurkennir að ná ekki saman með Lampard

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gerrard og Lampard á æfingu enska landsliðsins í síðustu viku.
Gerrard og Lampard á æfingu enska landsliðsins í síðustu viku.

„Það þýðir ekkert annað en að segja sannleikann. Ég og Frank höfum ekki verið að ná vel saman. Við viðurkennum það," sagði Steven Gerrard en mikið hefur verið talað um að hann og Frank Lampard geti ekki spilað saman á miðju enska landsliðsins.

Lampard átti frábæran leik fyrir England gegn Króatíu í september en þá var Gerrard ekki með vegna meiðsla. Gerrard lék síðan aftur með gegn Kasökum um helgina en hann og Lampard náðu ekki vel saman.

„Við höfum verið að reyna að vinna í þessu á æfingasvæðinu. Þetta er allt í höndum þjálfarans, hann velur hverjir spila og við förum bara eftir því sem hann segir," sagði Gerrard.

England hefur unnið alla leiki sína í undankeppninni til þessa. „Við erum ekkert byrjaðir að fagna. Það eru nóg af hindrunum í veginum og þetta verður erfitt. Við höfum unnið þrjá af þremur leikjum en það er erfiður leikur gegn Hvíta-Rússlandi framundan," sagði Gerrard.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×