Á leið til Liverpool: Er í sjokki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. desember 2008 17:27 Guðlaugur mun senn klæðast rauðu treyjunni frægu. Nordic Photos / Getty Images Guðlaugur Victor Pálsson mun ganga til liðs við Liverpool í næstu viku ef hann stenst læknisskoðun hjá félaginu. AGF hefur samþykkt kauptilboð Liverpool í hann og Guðlaugur mun gera þriggja ára samning við félagið. „Ég er í sjokki," sagði Guðlaugur þegar Vísir náði tali af honum. „Framkvæmdarstjóri AGF byrjaði á því að hringja í mömmu mína vegna þess að það er slökkt á danska símanum mínum. Svo hringdi hann í íslenska númerið og sagði mér fréttirnar. Þetta er ótrúlegt." Guðlaugur er fæddur þann 30. apríl 1991 og er því ekki nema sautján ára gamall. Hann gekk til liðs við danska liðið AGF í maí í fyrra og hefur staðið sig vel þar. Á dögunum var tilkynnt að hann væri kominn í aðalhóp liðsins en þar sem félagaskiptaglugginn opnar nú um áramótin mun hann fara beint til Englands. Guðlaugur er nú staddur í fríi hér á landi og heldur svo beint til Liverpool í næstu viku þar sem hann gengst undir læknisskoðun. „Samningurinn liggur tilbúinn á borðinu. Ég á bara eftir að fara í læknisskoðun og skrifa undir. Ég hef engar áhyggjur af því að standast ekki læknisskoðun enda mjög sjaldan verið meiddur." Spurður hvort hann óttist ekki að þetta sé of stórt stökk fyrir hann segir hann að hann ætlaði sér aldrei að fara í „of stórt" félag. „Ég var meira að segja mjög smeykur við það að fara á reynslu til Liverpool í haust. En eftir þá reynslu er ég ekkert hræddur við þetta. Þar að auki koma móðir mín og systir með og það mun veita mér mjög góðan stuðning. Þeir sem fara aleinir eru stundum þeir sem týnast og koma svo aftur heim." „En þetta verður vissulega erfitt. Þetta er ný áskorun fyrir mig og ég mun reyna að gera mitt besta." Guðlaugur mun fara beint í varaliðshóp Liverpool og æfa því stöku sinnum með þekktum leikmönnum aðalliðsins sem eru til að mynda að jafna sig eftir meiðsli. „Þegar Liverpool vann PSV, 3-0, í Meistaradeildinni um daginn voru fimm leikmenn inn á vellinum sem ég æfði með á sínum tíma," sagði Guðlaugur. Sjálfur segist þó hann nú vera stuðningsmaður Manchester United en eins og flestir ungir knattspyrnuáhugamenn á hann vini sem styðja bæði United og Liverpool. „Liverpool-mennirnir eru mjög sáttir en þeir sem styðja United segja að ég sé að svíkja lit," sagði hann í léttum dúr. „Ég mun alltaf halda með Manchester United ... eða þannig." Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson mun ganga til liðs við Liverpool í næstu viku ef hann stenst læknisskoðun hjá félaginu. AGF hefur samþykkt kauptilboð Liverpool í hann og Guðlaugur mun gera þriggja ára samning við félagið. „Ég er í sjokki," sagði Guðlaugur þegar Vísir náði tali af honum. „Framkvæmdarstjóri AGF byrjaði á því að hringja í mömmu mína vegna þess að það er slökkt á danska símanum mínum. Svo hringdi hann í íslenska númerið og sagði mér fréttirnar. Þetta er ótrúlegt." Guðlaugur er fæddur þann 30. apríl 1991 og er því ekki nema sautján ára gamall. Hann gekk til liðs við danska liðið AGF í maí í fyrra og hefur staðið sig vel þar. Á dögunum var tilkynnt að hann væri kominn í aðalhóp liðsins en þar sem félagaskiptaglugginn opnar nú um áramótin mun hann fara beint til Englands. Guðlaugur er nú staddur í fríi hér á landi og heldur svo beint til Liverpool í næstu viku þar sem hann gengst undir læknisskoðun. „Samningurinn liggur tilbúinn á borðinu. Ég á bara eftir að fara í læknisskoðun og skrifa undir. Ég hef engar áhyggjur af því að standast ekki læknisskoðun enda mjög sjaldan verið meiddur." Spurður hvort hann óttist ekki að þetta sé of stórt stökk fyrir hann segir hann að hann ætlaði sér aldrei að fara í „of stórt" félag. „Ég var meira að segja mjög smeykur við það að fara á reynslu til Liverpool í haust. En eftir þá reynslu er ég ekkert hræddur við þetta. Þar að auki koma móðir mín og systir með og það mun veita mér mjög góðan stuðning. Þeir sem fara aleinir eru stundum þeir sem týnast og koma svo aftur heim." „En þetta verður vissulega erfitt. Þetta er ný áskorun fyrir mig og ég mun reyna að gera mitt besta." Guðlaugur mun fara beint í varaliðshóp Liverpool og æfa því stöku sinnum með þekktum leikmönnum aðalliðsins sem eru til að mynda að jafna sig eftir meiðsli. „Þegar Liverpool vann PSV, 3-0, í Meistaradeildinni um daginn voru fimm leikmenn inn á vellinum sem ég æfði með á sínum tíma," sagði Guðlaugur. Sjálfur segist þó hann nú vera stuðningsmaður Manchester United en eins og flestir ungir knattspyrnuáhugamenn á hann vini sem styðja bæði United og Liverpool. „Liverpool-mennirnir eru mjög sáttir en þeir sem styðja United segja að ég sé að svíkja lit," sagði hann í léttum dúr. „Ég mun alltaf halda með Manchester United ... eða þannig."
Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira