Erlent

Síðustu bretarnir fara frá Írak í júlí

Breskir hermenn verða allir farnir heim frá Írak fyrir lok júlí á næsta ári. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, greindi frá þessu í morgun þegar hann kom í óvænta heimsókn til Íraks.

Brown kom til Bagdad í morgun. Þetta fjórða ferð hans til Íraks frá því hann tók við forsætisráðherraembættinu í júní í fyrra. Brown átti í morgun fund með Norui al-Maliki, forsætisráðherra Íraks. Eftir fundinn sendur þeir frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að áætlanir gerði ráð fyrir að breskir hermenn hafi lokið verki sínu í Írak í lok júlí og þeir verði því allir farnir þaðan þá.

Forsætisráðherrarnir lögðu þó áherslu á að samstarfi þjóðanna yrði haldið áfram en með öðrum hætti.

Fjörutíu og fimm þúsund breskir hermenn tóku þátt í innrásinni í Írak 2003. Þeim hefur fækkað jafnt og þétt síðan. Nú eru þeir fjögur þúsund og eitt hundrað í Basra í Suður-Írak.

Framkvæmd heimkvaðningarinnar er bundin í lagafrumvarp sem íraska þingið á eftir að samþykkja en búist er við að það verði gert án vandkvæða innan tíðar. Samkvæmt frumvarpinu á hernaðaraðgerðum breskra hermanna í Írak að vera lokið í endan maí og hermennirnir nær allir farnir heim í lok júlí.

Tvö til þrjú hundruð hermenn og hernaðarráðgjafar verði þó eftir til að annast þjálfun íraskra hersveita og til ráðgjafar fyrir írösk hermálayfirvöld í suðurhluta landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×