Enski boltinn

Souness tekur ekki við Blackburn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Graeme Souness, fyrrum stjóri Newcastle.
Graeme Souness, fyrrum stjóri Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Graeme Souness segir að hann muni ekki taka við enska úrvalsdeildarliðinu Blackburn en Paul Ince var sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri í vikunni.

Souness hefur áður starfað sem knattspyrnustjóri Blackburn en hann hætti þar árið 2004 og tók svo við Newcastle.

Hann segir að það hafi ekki komið sér á óvart að hann hafi verið orðaður við starfið.

„Ég veit ekkert um þetta mál og enginn frá Blackburn hefur haft samband við mig," sagði hann í samtali við enska fjölmiðla. „En ég get fullvissað um að ég muni ekki taka við þessu starfi."

Souness þótti líklegastur af enskum fjölmiðlum til að taka við Ince en nú þykir Sam Allardyce koma hvað sterklast til greina.

John Williams, stjórnarformaður Blackburn, sagði í viðtali í gær að hann vildi helst ganga frá ráðningu nýs knattspyrnustjóra fyrir helgina. Hann sagði einnig að hann væri með ákveðinn mann í huga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×