Erlent

Obama hefur tekið tvö af þremur lykilríkjunum

Barack Obama hefur nú tekið tvö af þremur lykilríkjum í kosningabaráttunni. Hann hefur haft betur í Pennsylvaníu og Ohio sem eru tvö af þessum ríkjum og því má telja stöðu hans nokkuð vænlega.

Þriðja lykilríkið er Flórída og taki Obama það má hann eiga sigurinn næsta vísann.

Tölur úr Flórída hafa verið að sveiflast fram eftir nóttu og ekki er búið að telja nóg af atkvæðum til þess að segja til um hvor hafi betur þar. Fyrr í kvöld var Obama með 55% á móti 45% en nýjustu tölur þar eru 51% gegn 49% Obama í hag.

Það var því spennandi að sjá hvort Obama hafi betur í öllum þremur lykilríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×