Íslenski boltinn

Grindavík vann Blika í ótrúlegum níu marka leik

Elvar Geir Magnússon skrifar

Grindavík vann Breiðablik 6-3 í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. Með þessum sigri komst Grindavík upp úr fallsæti en fyrir leikinn var liðið án stiga.

Fylgst var með leiknum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og hægt að lesa nánar um leikinn með því að smella á tengilinn hér að neðan.

Breiðablik - Grindavík 3-6

Tomasz Stolpa kom Grindavík yfir eftir aðeins nítján sekúndna leik. Blikar jöfnuðu á 17. mínútu þegar Nenad Zivanovic skoraði með skalla. En Grindvíkingar skoruðu tvö mörk með mínútu millibili og komust í 3-1. Orri Hjaltalín skoraði og Stolpa bætti við öðru marki sínu.

Það voru síðan Scott Ramsey og Andri Steinn Birgisson sem skoruðu og komu Grindavík í 5-1 fyrir hálfleik. Prince Rajcomar minnkaði muninn á 76. mínútu með skallamarki og svo skoraði Haukur Baldvinsson, átján ára piltur, í sínum fyrsta leik í Landsbankadeildinni.

Lengra komust Blikar ekki og í uppbótartíma skoruðu Grindvíkingar sitt sjötta mark. Scott Ramsey, sem átti magnaðan leik, fíflaði varnarmenn Blika og gaf á Andra Stein sem skoraði.

Eftir þennan leik eru HK-ingar einir á botni deildarinnar án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×