Obafemi Martins, sóknarmaður Newcastle, gæti misst af byrjun tímabilsins vegna dauða móður hans. Hann er floginn út til Nígeríu í faðm fjölskyldunnar og ekki er vitað hvenær hann snýr aftur.
Móðir hans lést eftir áfall sem hún fékk þegar bensínbíll varð alelda nálægt heimili hennar í Lagos. Bróðir Martins, Biola, sagði við Sky að samband Obafemi Martins við móður sína hafi verið mjög náið.
„Oba leitaði alltaf ráða hjá henni fyrst. Móðir okkar stóð með honum í gegnum allt á ferlinum. Þar á meðal þegar hann ákvað að hætta í skóla og einbeita sér að fótboltaferlinum," sagði Biola.