Enski boltinn

Mikilvægur leikur fyrir Bolton

NordcPhotos/GettyImages

Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton eiga fyrir höndum gríðarlega mikilvægan leik gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni og hefst leikurinn nú klukkan 14. Alls eru sex leikir að hefjast í deildinni og hægt er að fylgjast með þeim á rásum Stöðvar 2 Sport.

Grétar Rafn er á sínum stað í byrjunarliði Bolton fyrir leikinn mikilvæga. Ívar Ingimarsson er einnig á sínum stað í liði Reading sem tekur á móti Fulham sem er í bullandi fallbaráttu.

Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth sækja Newcastle heim  síðar í dag.

Leikir dagsins:

14.00 Birmingham - Everton

14.00 Bolton - West Ham

14.00 Derby - Aston Villa

14.00 Reading - Fulham

14.00 Sunderland - Man City

14.00 Tottenham - Middlesbrough

16.15 Newcastle - Portsmouth






Fleiri fréttir

Sjá meira


×