Sport

Frábær endasprettur Frodeno

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jan Frodeno.
Jan Frodeno.

Frábær og vel tímasettur endasprettur Jan Frodeno frá Þýskalandi færði honum gullverðlaun í þríþraut karla á Ólympíuleikunum.

Þegar um 50 metrar voru að endamarkinu skaust hann framhjá mótherjum sínum og tryggði sér sigurinn.

Frodeno hljóp á 1 klukkustund 48,53 mínútum. Simon Whitfield frá Kanada varð annar og Bevan Docherty frá Nýja-Sjálandi tók þriðja sætið.

Frodeno sagði það hafa hjálpað sér mikið í þríþrautinni að hann var ekki talinn sigurstranglegur og öll fjölmiðla-athyglin beindist að öðrum keppendum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×