Enski boltinn

Allardyce ætlar ekki að selja í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sam Allardyce, stjóri Blackburn.
Sam Allardyce, stjóri Blackburn. Nordic Photos / Getty Images

Sam Allardyce, nýráðinn knattspyrnustjóri Blackburn, segist engin þörf vera á því að félagið selji leikmenn í næsta mánuði.

Allardyce sagði þetta á blaðamannafundi í gær en orðrómur hefur verið á kreiki að Roque Santa Cruz gæti verið á leið til Manchester City í janúar.

„Ég kom til félagsins því ég þekki vel til leikmannanna. Ég veit hversu góðir þeir eru og það er ein ástæðan fyrir því að ég myndi aldrei vilja selja einn af bestu leikmönnum liðsins."

„Það vill oft gerast þegar að knattspyrnustjórar eru ráðnir að þeir taki ákvarðanir um framtíð leikmanna áður en þeir fá að sýna sitt allra besta. Það ætla ég ekki að gera."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×