Enski boltinn

Ómannlegar tæklingar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Robinho fær klapp á kollinn frá Mark Hughes, knattspyrnustjóra City.
Robinho fær klapp á kollinn frá Mark Hughes, knattspyrnustjóra City.

Robinho, sóknarmaður Manchester City, segir að það sé of mikið um hættulegar tæklingar í ensku úrvalsdeildinni. Hann furðar sig á hve margir leikmenn sleppa með háskaleik.

„Það hefur gengið vel hjá mér að venjast kuldanum en það er erfiðara að spila í rigningu. Ég mun þó seint ná að venjast þeim tæklingum sem ég hef lent í," sagði Robinho.

„Ég furðaði mig mjög á því að dómarar hérna flautuðu ekki einu sinni aukaspyrnu þegar ég var tæklaður það harkalega að það á að flokkast undir árás. En þrátt fyrir að það sé harkalega tekið á mér hef ég náð mér vel á strik og skorað níu mörk."

Robinho er hrifinn af enska boltanum þrátt fyrir hörkuna. „Andrúmsloftið á leikjunum er ótrúlegt. Stuðningsmenn á Spáni hegða sér eins og þeir séu í leikhúsi en hér á landi er nánast fagnað eins mikið ef við vinnum hornspyrnu eins og þegar við skorum," sagði Robinho.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×