Enski boltinn

Vieira: Gerrard er besti miðjumaður heims

NordicPhotos/GettyImages

Franski miðjumaðurinn Patrick Vieira hjá Inter Milan segir að Steven Gerrard hjá Liverpool sé besti miðjumaður heims í dag.

Gerrard hélt því fram í viðtali fyrir nokkrum árum að Vieira væri sá miðjumaður sem aðrir leikmenn miðuðu sig við, en nú hefur Frakkinn endurgoldið honum hrósið.

"Ég held að Steven Gerrard sé besti miðjumaður heims. Ég hef miklar mætur á honum sem persónu og leikmanni og hann er að mínu mati einn af þeim bestu enn í dag," sagði Vieira í samtali við Sky.

Mikið hefur verið rætt um uppgang Spánverjans Cesc Fabregas hjá Arsenal og Vieira er viss um að Fabregas geti komist í hóp þeirra bestu í framtíðinni.

"Fabregas hefur alla möguleika á að verða einn af þeim bestu. Hann er alltaf að læra og verður betri með hverju árinu. Hann gæti orðið úrvalsleikmaður í framtíðinni," sagði Vieira, sem sjálfur spilaði með Arsenal um árabil.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×