Innlent

Reyndu að svíkja fé af tíu ára stúlku

Svo virðist sem svikahrappar séu farnir að beina sjónum sínum að æ yngra fólki ef marka má frétt úr dabók lögreglunnar á Selfossi.

Þar segir af tíu ára gamalli stúlku þar í bæ sem fékk í pósti bréf sem á uppruna sinn á Spáni. Í bréfinu var stúlkunni tilkynnt að nafn hennar hefði verið dregið út í happdrætti þar sem hún hefði unnið til hárrar peningarupphæðar í evrum. Eina sem gera þurfti var að gefa upp persónuupplýsingar og bankanúmer.

Lögregla segir að af og til berist bréf sem þessi frá útlöndum og hvetur hún fólk til að svara ekki slíkum bréfum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×