Enski boltinn

Alonso hefur enn áhuga á Juventus

Elvar Geir Magnússon skrifar
Alonso að teygja.
Alonso að teygja.

Xabi Alonso, miðjumaður Liverpool, segist enn áhugasamur um að ganga til liðs við ítalska liðið Juventus. Alonso var á óskalista Juventus í sumar en ekkert varð af því að félagið keypti hann.

Juventus ákvað í staðinn að kaupa Christian Poulsen en Claudio Ranieri, þjálfari Juventus, lét hafa eftir sér að Alonso væri of hægur.

„Hvað mig varðar þá hef ég enn mikinn áhuga á Juventus. Ég er mjög ánægður með hreinskilnina hjá forráðamönnum liðsins. Þeir sögðu mér nákvæmlega af hverju þeir völdu Poulsen en ekki mig," sagði Alonso.

Fleiri leikmenn eiga sér þá ósk að spila fyrir Juventus. Yaya Touré, miðjumaður Barcelona, sagði í viðtali í dag að hann vilji spila fyrir ítalska stórliðið. Honum sé sama þó það þýði að hann fái ekki að spila í Meistaradeildinni.

Talið er að spænska liðið Valencia horfi nú til Alonso og vilji fá hann í sínar raðir fyrir næsta leiktímabil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×