Erlent

Powell ekki á leið í stjórn Obama

MYND/AP

Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fagnaði í dag kjöri Baracks Obama sem forseta landsins og sagði það sögulegt með tilliti til samskipta kynþátta í landinu.

Powell sagði Obama myndu verða forseta allra Bandaríkjamanna og hrósaði honum fyrir sannfærandi kosningabaráttu. Powell, sem var utanríkisráðherra um tíma í ríkisstjórn George Bush og þar áður hershöfðingi í Bandaríkjaher, hafði lýst yfir stuðningi við Obama fyrir kosningarnar. Hann útilokaði þó á fundi með blaðamönnum í dag að hann myndi koma inn í stjórn Obama og sagði að honum hefði ekki verið boðið það. Hins vegar væri hann ávallt reiðubúinn að veita Obama ráðgjöf í einstökum málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×