Íslenski boltinn

Breiðablik og Keflavík mætast í 8-liða úrslitum

Keflvíkingar mæta Blikum í 8-liða úrslitum
Keflvíkingar mæta Blikum í 8-liða úrslitum

Í hádeginu var dregið í 8-liða úrslit Visa-bikars karla og kvenna í knattspyrnu. Stórleikurinn í karlaflokki er án efa viðureign Breiðabliks og Keflavíkur.

Nýliðar Fjölnis í Landsbankadeildinni mæta Víkingi, Haukar taka á móti Fylki og þá mætast KR og Grindavík.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast í karla- og kvennaflokki:

Karlar:

Fjölnir - Víkingur R.

Breiðablik - Keflavík

Haukar - Fylkir

KR - Grindavík

Leikirnir fara fram dagana 23.-24 júlí.

Konur:

Þór/KA - Breiðablik

Stjarnan - ÍA

Fylkir - KR

Valur - Keflavík

Leikirnir fara fram föstudaginn 18. júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×