Erlent

Doktor limur fyrir dóm eftir helgina

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ege  í fullum skrúða.
Ege í fullum skrúða. MYND/TV2

Mál danska lýtalæknisins Jørn Ege, sem nefndur hefur verið penislægen upp á dönsku eða limlæknirinn, verður þingfest fyrir héraðsdómi í Kaupmannahöfn á mánudaginn, en hann er ákærður fyrir stórfelld skattsvik.

Ege rak í áraraðir læknastofu ásamt fyrrum unnustu sinni og fékkst einkum við að stækka getnaðarlimi manna. Fleira stækkaði þó ört í leiðinni, einkum eignasafn læknisins sem á mikið safn glæsibifreiða, rándýrt heimili og mikið vopnasafn.

Tölur á skattaskýrslunni hans hafa ekki bólgnað út til samræmis við þetta og grunar ákæruvaldið hann um að hafa snuðað ríkiskassann um sem nemur tæpum 100 milljónum íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×