Innlent

Ríkisstjórnin lofar BSRB fundi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

„Ég fékk bæði viðbrögð frá forsætisráðherra og fjármálaráðherra og fundur er ráðgerður með forsvarsmönnum BSRB og ríkisstjórninni í þessari viku," sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, er leitað var eftir því hvort ríkisstjórnin hefði brugðist við bréflegri ósk hans um fund til að ræða kjarasamninga bandalagsins og ríkisins.

Boðsendi Ögmundur Geir H. Haarde forsætisráðherra bréf í gær með ítrekaðri beiðni um fund eins og fram kom í fjölmiðlum. Starfsgreinasambandið hefur óskað eftir að sitja þann fund einnig. Nákvæm tímasetning fundarins liggur ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×