Stefán Þórðarson íhugar að hætta í fótbolta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júní 2008 14:20 Stefán Þórðarson, leikmaður ÍA. Stefán Þórðarson, leikmaður ÍA, íhugar nú að hætta í knattspyrnu vegna þeirra rauðra spjalda sem hann hefur fengið í síðustu tveimur leikjum sínum. Stefán fékk fyrst að líta rauða spjaldið gegn Keflavík í fjórðu umferð vegna tveggja áminninga. Hann missti af leik ÍA og Fylkis en var svo aftur í byrjunarliði ÍA gegn HK í gær. Þar fékk hann umsvifalaust að líta rauða spjaldið eftir viðskipti sín við Stefán Eggertsson, leikmann HK. Dómari leiksins, Einar Örn Daníelsson, sá ekki atvikið en vísaði Stefáni af velli eftir að hafa ráðfært sig við annan aðstoðardómara leiksins. „Við vorum að kljást um boltann og dómarinn var vel staðsettur," sagði Stefán í samtali við Vísi. „Ég stíg svo á manninn og ætla ekkert að reyna að fela það. En það var enginn illur ásetningur á bak við það. Ég var að reyna að vinna boltann og steig bara niður til jarðar." „Hins vegar taldi línuvörðurinn sem var hinu megin á vellinum að það hafi verið illur ásetningur þar að baki. Svo var ekki enda er ég ekki í fótbolta til að meiða menn," sagði Stefán. „Þetta er áfall fyrir mig. Ég verð að fara í algera naflaskoðun og athuga hvað sé í gangi, annað hvort hjá mér eða öðrum. Ég mun setjast niður með bæði Guðjóni (Þórðasyni þjálfara) og stjórn knattspyrnudeildarinnar í kvöld og fara varlega yfir alla fleti málsins." Spurður hvort hann telji að hann eigi sjálfur sök á þessu, alla vega hluta sakarinnar, segir Stefán að það þurfi alltaf tvo til. „Það getur vel verið að ég sé svona hrikalega grófur. Ég hef bara spilað minn leik síðustu fimmtán ár og menn verða að taka því eða ekki. Ef svarið er ekki þá verð ég bara að hætta í fótbolta - því miður fyrir mig en ég veit að það er ánægjuefni fyrir aðra." Guðjón Þórðarson sagði eftir leikinn við Keflavík að dómarar hefðu fundað um hvernig ætti að taka á ÍA og þá sérstaklega Stefáni Þórðarsyni. Hann sagði einnig að dómari leiksins hefði beitt Stefán ofbeldi með því að gefa honum rauða spjaldið. Stefán vill þó ekki sjálfur segja að hann hafi verið lagður í einelti af dómurum. „Það eru ekki mín orð, alls ekki. En ef menn skoða hvað átti sér stað í leiknum á móti Fram þar sem leikmaður þeirra fékk gult spjald fyrir að taka mig hálstaki, rífa mig niður í grasið og halda mér þannig. Ég hef spurt hvað ég hefði fengið fyrir þetta og í flestum tilfellum er mér sagt að ég hefði fengið rautt. Það segir meira en mörg orð." Áður en hann kom til ÍA í vetur lék hann með Norrköping í Svíþjóð við góðan orðstír. „Ég var með orð á mér fyrir að vera harður þar en menn höfðu engar stórkostlegar áhyggjur af því. Ég gat spilað fótbolta þar án mikilla vandkvæða. Þannig var það einnig á Íslandi þar til nú." Hann útilokar þó að fara aftur til Norrköping. „Sá kafli í mínum huga er búinn og er ég ekki á þeim nótum í dag." Stefán fer nú sjálfkrafa í tveggja leikja bann þar sem hann hefur fengið tvö rauð spjöld á tímabilinu. „Eftir Keflavíkurleikinn var ég dæmdur í eins leiks bann fyrir hluti sem ég gerði ekki. Ég get því aðeins ímyndað mér hvað ég fæ núna fyrst ég á að hafa brotið svona illa á mér. Það hlýtur að verða eitthvað mjög alvarlegt." Alls voru níu rauð spjöld gefin í sjöttu umferðinni en til samanburðar má nefna að alls voru þau 20 allt síðasta tímabil.„Þetta er mjög einkennilegt allt saman. Ég tel þetta vera mjög mikið áhyggjuefni fyrir KSÍ. Annað hvort eru leikmenn eða dómarar gjörsamlega búnir að missa sig. Þetta þarf að skoða mjög vandlega." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Stefán Þór: Ég fór í boltann Stefán Þór Þórðarson segir engan vafa leika á því að hann hafi farið í boltann þegar hann fékk síðara gula spjaldið sitt í leik ÍA og Keflavíkur í gær. 26. maí 2008 11:25 ÍA áfrýjaði rauða spjaldi Stefáns ÍA hefur áfrýjað rauða spjaldinu sem Stefán Þór Þórðarson fékk í leik Keflavíkur og ÍA á sunnudagskvöldið. Þetta staðfesti Gísli Gíslason, formaður meistaraflokksráðs karla hjá ÍA. 27. maí 2008 12:17 Átti Stefán spjöldin skilið? (myndband) Stefán Þórðarson fékk tvívegis að líta gula spjaldið í leik Keflavíkur og ÍA í gær og þar með það rauða, Skagamönnum til mikillar gremju. 26. maí 2008 10:29 Skiptar skoðanir um brottvísun Stefáns Mikill fjöldi lesenda Vísis tók þátt í könnun þar sem spurt var hvort að Stefán Þórðarson, leikmaður ÍA, átti skilið að fá rauða spjaldið í leik gegn Keflavík á sunnudagskvöldið. 27. maí 2008 14:54 Tvöfalt fleiri rauð spjöld en í fyrra Alls voru níu rauð spjöld gefin í sjöttu umferð Landsbankadeildar karla en þau hafa alls verið sextán það sem af er mótinu. Það er tvöfalt fleiri brottvísanir að meðaltali frá síðasta ári. 9. júní 2008 12:22 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Stefán Þórðarson, leikmaður ÍA, íhugar nú að hætta í knattspyrnu vegna þeirra rauðra spjalda sem hann hefur fengið í síðustu tveimur leikjum sínum. Stefán fékk fyrst að líta rauða spjaldið gegn Keflavík í fjórðu umferð vegna tveggja áminninga. Hann missti af leik ÍA og Fylkis en var svo aftur í byrjunarliði ÍA gegn HK í gær. Þar fékk hann umsvifalaust að líta rauða spjaldið eftir viðskipti sín við Stefán Eggertsson, leikmann HK. Dómari leiksins, Einar Örn Daníelsson, sá ekki atvikið en vísaði Stefáni af velli eftir að hafa ráðfært sig við annan aðstoðardómara leiksins. „Við vorum að kljást um boltann og dómarinn var vel staðsettur," sagði Stefán í samtali við Vísi. „Ég stíg svo á manninn og ætla ekkert að reyna að fela það. En það var enginn illur ásetningur á bak við það. Ég var að reyna að vinna boltann og steig bara niður til jarðar." „Hins vegar taldi línuvörðurinn sem var hinu megin á vellinum að það hafi verið illur ásetningur þar að baki. Svo var ekki enda er ég ekki í fótbolta til að meiða menn," sagði Stefán. „Þetta er áfall fyrir mig. Ég verð að fara í algera naflaskoðun og athuga hvað sé í gangi, annað hvort hjá mér eða öðrum. Ég mun setjast niður með bæði Guðjóni (Þórðasyni þjálfara) og stjórn knattspyrnudeildarinnar í kvöld og fara varlega yfir alla fleti málsins." Spurður hvort hann telji að hann eigi sjálfur sök á þessu, alla vega hluta sakarinnar, segir Stefán að það þurfi alltaf tvo til. „Það getur vel verið að ég sé svona hrikalega grófur. Ég hef bara spilað minn leik síðustu fimmtán ár og menn verða að taka því eða ekki. Ef svarið er ekki þá verð ég bara að hætta í fótbolta - því miður fyrir mig en ég veit að það er ánægjuefni fyrir aðra." Guðjón Þórðarson sagði eftir leikinn við Keflavík að dómarar hefðu fundað um hvernig ætti að taka á ÍA og þá sérstaklega Stefáni Þórðarsyni. Hann sagði einnig að dómari leiksins hefði beitt Stefán ofbeldi með því að gefa honum rauða spjaldið. Stefán vill þó ekki sjálfur segja að hann hafi verið lagður í einelti af dómurum. „Það eru ekki mín orð, alls ekki. En ef menn skoða hvað átti sér stað í leiknum á móti Fram þar sem leikmaður þeirra fékk gult spjald fyrir að taka mig hálstaki, rífa mig niður í grasið og halda mér þannig. Ég hef spurt hvað ég hefði fengið fyrir þetta og í flestum tilfellum er mér sagt að ég hefði fengið rautt. Það segir meira en mörg orð." Áður en hann kom til ÍA í vetur lék hann með Norrköping í Svíþjóð við góðan orðstír. „Ég var með orð á mér fyrir að vera harður þar en menn höfðu engar stórkostlegar áhyggjur af því. Ég gat spilað fótbolta þar án mikilla vandkvæða. Þannig var það einnig á Íslandi þar til nú." Hann útilokar þó að fara aftur til Norrköping. „Sá kafli í mínum huga er búinn og er ég ekki á þeim nótum í dag." Stefán fer nú sjálfkrafa í tveggja leikja bann þar sem hann hefur fengið tvö rauð spjöld á tímabilinu. „Eftir Keflavíkurleikinn var ég dæmdur í eins leiks bann fyrir hluti sem ég gerði ekki. Ég get því aðeins ímyndað mér hvað ég fæ núna fyrst ég á að hafa brotið svona illa á mér. Það hlýtur að verða eitthvað mjög alvarlegt." Alls voru níu rauð spjöld gefin í sjöttu umferðinni en til samanburðar má nefna að alls voru þau 20 allt síðasta tímabil.„Þetta er mjög einkennilegt allt saman. Ég tel þetta vera mjög mikið áhyggjuefni fyrir KSÍ. Annað hvort eru leikmenn eða dómarar gjörsamlega búnir að missa sig. Þetta þarf að skoða mjög vandlega."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Stefán Þór: Ég fór í boltann Stefán Þór Þórðarson segir engan vafa leika á því að hann hafi farið í boltann þegar hann fékk síðara gula spjaldið sitt í leik ÍA og Keflavíkur í gær. 26. maí 2008 11:25 ÍA áfrýjaði rauða spjaldi Stefáns ÍA hefur áfrýjað rauða spjaldinu sem Stefán Þór Þórðarson fékk í leik Keflavíkur og ÍA á sunnudagskvöldið. Þetta staðfesti Gísli Gíslason, formaður meistaraflokksráðs karla hjá ÍA. 27. maí 2008 12:17 Átti Stefán spjöldin skilið? (myndband) Stefán Þórðarson fékk tvívegis að líta gula spjaldið í leik Keflavíkur og ÍA í gær og þar með það rauða, Skagamönnum til mikillar gremju. 26. maí 2008 10:29 Skiptar skoðanir um brottvísun Stefáns Mikill fjöldi lesenda Vísis tók þátt í könnun þar sem spurt var hvort að Stefán Þórðarson, leikmaður ÍA, átti skilið að fá rauða spjaldið í leik gegn Keflavík á sunnudagskvöldið. 27. maí 2008 14:54 Tvöfalt fleiri rauð spjöld en í fyrra Alls voru níu rauð spjöld gefin í sjöttu umferð Landsbankadeildar karla en þau hafa alls verið sextán það sem af er mótinu. Það er tvöfalt fleiri brottvísanir að meðaltali frá síðasta ári. 9. júní 2008 12:22 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Stefán Þór: Ég fór í boltann Stefán Þór Þórðarson segir engan vafa leika á því að hann hafi farið í boltann þegar hann fékk síðara gula spjaldið sitt í leik ÍA og Keflavíkur í gær. 26. maí 2008 11:25
ÍA áfrýjaði rauða spjaldi Stefáns ÍA hefur áfrýjað rauða spjaldinu sem Stefán Þór Þórðarson fékk í leik Keflavíkur og ÍA á sunnudagskvöldið. Þetta staðfesti Gísli Gíslason, formaður meistaraflokksráðs karla hjá ÍA. 27. maí 2008 12:17
Átti Stefán spjöldin skilið? (myndband) Stefán Þórðarson fékk tvívegis að líta gula spjaldið í leik Keflavíkur og ÍA í gær og þar með það rauða, Skagamönnum til mikillar gremju. 26. maí 2008 10:29
Skiptar skoðanir um brottvísun Stefáns Mikill fjöldi lesenda Vísis tók þátt í könnun þar sem spurt var hvort að Stefán Þórðarson, leikmaður ÍA, átti skilið að fá rauða spjaldið í leik gegn Keflavík á sunnudagskvöldið. 27. maí 2008 14:54
Tvöfalt fleiri rauð spjöld en í fyrra Alls voru níu rauð spjöld gefin í sjöttu umferð Landsbankadeildar karla en þau hafa alls verið sextán það sem af er mótinu. Það er tvöfalt fleiri brottvísanir að meðaltali frá síðasta ári. 9. júní 2008 12:22