Innlent

93% samdráttur í sölu á nýjum bílum

Breki Logason skrifar
Einn nýr bíll seldist hjá Toyota í síðustu viku.
Einn nýr bíll seldist hjá Toyota í síðustu viku.

Líkt og Vísir sagði frá fyrr í dag hefur sala á nýjum bílum dregist nokkuð saman á Íslandi. Í síðustu viku var 21 nýr bíll seldur í landinu en á sama tíma í fyrra seldust 325 bílar. Það er samdráttur upp á rúm 93% á milli ára.

Samkvæmt upplýsingum frá Toyota seldist einn nýr bíll, Toyota Prius, í síðustu viku en 46 nýir bílar hafa selst hjá fyrirtækinu í mánuðinum. Jón Óskar Halldórsson sölustjóri hjá Toyota segir að fyrirtækið sé ekki að fara úr límingunum þrátt fyrir að einn bíll hafi selst.

Í sömu viku í fyrra seldi Toyota 76 nýja Toyota bíla og einn Lexus. Vísir sagði frá því fyrr í dag að Hekla hefði einungis selt tvo nýja bíla í síðustu viku en á sama tíma í fyrra afhenti Heklu samstæðan 63 nýja fólksbíla.

„Menn eru bara að reyna að átta sig á því hvernig við stöndum og hvert gjaldmiðillinn er að fara og annað. Í mánuðinum hafa farið einhverjir 46 bílar sem er í fínu lagi miðað við ástandið," segir Jón Óskar.

„Við erum ekkert að fara úr límingunum þó það komi ein svona vika. Við munum ekkert bregðast sérstaklega við þessu en bíðum spenntir eftir því hvernig mál þróast eins og allir aðrir.“


Tengdar fréttir

Hekla seldi tvo nýja bíla í síðustu viku

Mikill samdráttur hefur verið í sölu á nýjum bílum í október. Í síðustu viku var seldur 21 nýr bíll á Íslandi. Jón Trausti Ólafsson markaðsstjóri Heklu staðfestir í samtali við Vísi að einungis tveir nýir bílar hafi selst hjá fyrirtækinu á sama tíma. Hann segir Heklu hinsvegar hafa fengið mikil viðbrögð erlendis frá við nýjum vef sem opnaður var á fimmtudaginn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.