Innlent

Leikskólakennarar neyðast til að skrifa undir

Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara
Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara

Félag leikskólakennara og launanefnd sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær. Samkomulagið felur í sér 20.300 króna hækkun grunnlauna. Félag tónlistarkennara skrifaði einnig undir samskonar samning í gær.

,,Þetta eru neyðarsamningar og í rauninni ekki neinar samningar. Þetta er einhliða ákvörðun launanefndar sveitarfélaga sem við neyðumst til að skrifa undir," segir Björg Bjarnadóttir formaður Félags leikskólakennara. ,,Það er út af stöðunni í þjóðfélaginu sem allir þekkja."

Samningurinn verður lagður fyrir leikskólakennara í rafrænni atkvæðagreiðslu og mun niðurstaða liggja fyrir í seinasta lagi 21. desember.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×