Fótbolti

Framkvæmdarstjóri KSÍ segir sífellt unnið að bótum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórir Hákonarson er hér fjærst á myndinni ásamt Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, og Ólafi Jóhannessyni landsliðsþjálfara.
Þórir Hákonarson er hér fjærst á myndinni ásamt Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, og Ólafi Jóhannessyni landsliðsþjálfara. Mynd/E. Stefán

Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, vildi lítið tjá sig um ummæli Grétars Rafns Steinssonar enn sem komið væri.

Grétar sagði eftir leik Íslands og Skotlands í gær að það mætti bæta umgjörðina í kringum landsliðið og beindi orðum sínum að KSÍ.

„Það er ákveðinn hlutur sem þarf að laga. Ég hef verið að pirra mig á því og vill að það verði lagað," sagði Grétar í samtali við Vísi í morgun.

„Það hefur sífellt verið að vinna í því að gera umgjörðina betri og betri á undanförnum misserum hjá öllum landsliðum," sagði Þórir. „Við erum ekki hræddir að ræða þetta mál á opinskáan hátt okkar á milli."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×